27/05/2024
Vorsýning Skautafélags Reykjavíkur var haldin í ár með þemað World of Magic.
Áhorfendur fengu heillandi og ævintýralegan heim ýmissa vera, sem skautara á öllum aldri leiddu gesti í gegnum.
þetta var sannarlega ógleymanleg sýning, full af fjöri, litum og tilfinningum. Gaman að fylgjast með skauturunum njóta sín, skemmta sér og gestum,
Við þökku þeim innilega fyrir þeirra framlag.
þjálfarar mættu til leiks með óvænt atriði sem vakti mikla lukku.
Lokaatriðið þar sem allir iðkendur ásamt þjálfurum koma fram er alltaf jafn tilkomumikið enda stór hópur sem félagið á og gleðin sem tók völdin var ósvikinn.