07/10/2016
Stelpurnar okkar eru á miklu flugi þessa dagana eftir frækinn sigur gegn Birninum í síðasta leik liðanna, og virðist stemningin í herbúðum SR vera í mikilli uppsveiflu, öðrum til eftirbreytni. Ásynjur Akureyrar hafa verið í yfirburða stöðu í íshokki um árabil en fyrir norðan ríkir mikil og góð hokkíhefð. Svo mikil reyndar að í ár tefla Akureyringar í fyrsta sinn fram tveimur liðum, Ynjum og Ásynjum. Því er það mikið keppikefli fyrir okkar stelpu að hrekkja þær hressilega og stela af Ynjum stigum.
Ynjur eru með 3 stig í deildinni og deila því fyrsta sætinu með Ásynjum, en SR er í öðru sæti með 2 stig.
Ynjur eru með 3 stig í deildinni og deila því fyrsta sætinu með Ásynjum, en SR er í öðru sæti með 2 stig.
Erla Guðrún, varnamaður, er vel stemmd fyrir leikinn. Hún segir SR þurfa að passa sig á því að enda ekki í boxinu fyrir óþarfa brot. Ennfremur segir hún að ein af aðal áskorunum liðsins sé að spila hratt hokkí allar períódurnar. Þetta er í annað sinn sem SR mætir Ynjum í vetur. “Ég held að það sé alveg raunhæft markmið og við förum klárlega í þennan leik til þess að vinna hann og bæta upp súrt tap í fyrri leiknum okkar við ynjur þar sem við töpum með einu marki eftir að hafa verið yfir fyrir síðasta leikhluta.” segir Erla að lokum.
Leikurinn hefst klukkan 21:30 og er frítt inn.
Áfram SR!