Uppfærð æfingatafla hjá íshokkídeild – UPPFÆRT

24/01/2017

Nú á dögunum settist stjórn og þjálfarar íshokkídeildar niður og endurskoðuðu æfingatöflu deildarinnar fyrir veturinn.  Það var niðurstaða þess fundar að æskilegra væri að lengja hverja æfingu hjá unglingaflokkum og meistaraflokkum heldur en að fjölga þeim skiptum sem þessir flokkar eru að mæta til æfinga niður í Skautahöllina í Laugardal. Einnig kemur þetta af því að mikill fjöldi æfinga fellur niður vegna keppni í öllum flokkum og var það mat fundarins að með þessu móti næðist betri nýting á þeim ístíma sem deildin hefur til umráða.  Hægt er að nálgast æfingatöfluna í PDF-formi hér.  Þessi stundatafla er birt með þeim fyrirvara að hún gæti tekið minniháttarbreytingum á næstu dögum.  Nánari upplýsingar veitir stjórn íshokkídeilar og þjálfarar flokkanna á æfingatíma.  Þessi æfingatafla tekur gildi frá og með sunnudeginum 29. janúar