24/02/2017
Meistaraflokkur kvenna hjá SR hefur lokið keppni þetta tímabilið með alls 2 stig eftir sína leiki. Ljóst er að Ásynjur og Ynjur hjá Akureyri leika til úrslita þetta árið þar sem þær telfdu fram tveimur liðum í Íslandsmóti í ár. Kvennastarf SA er til mikilla fyrirmyndar og eru þær stúlkur sem þar æfa gríðarstekar á svellinu og erfiðar að eiga við og okkar stúlkur fundu vel fyrir því í síðustu leikjunum. Vonir standa til að breytingar verði á starfi kvennaflokksins hjá SR á næsta tímabili sem muni efla kvennastarfið hjá SR, í Reykjavík og þar með landinu öllu um ókomin ár. Myndin er tekin í síðasta leik SR-kvenna á móti Ynjum þriðjudaginn 21. febrúar.