Aðalfundur íshokkídeildar – 16.5.2017

02/05/2017

Aðalfundur íshokkídeildar Skautafélags Reykjavíkur verður haldinn þriðjudaginn 16. mai klukkan 20:00.
Fundurinn verður haldinn í félagsaðstöðu SR í Skautahöllinni í Laugardal.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Kosinn fundarstjóri og aðrir embættismenn fundarins
2. Lesin upp fundargerð síðasta aðalfundar deildarinnar
3. Lögð fram skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
4. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar til samþykktar
5. Kosning stjórnar til eins árs:
a) formanns
b) gjaldkera
c) ritara
d) tveir meðstjórnendur
e) tveir varamenn
6. Önnur mál

Aðeins félagsmenn 18 ára og eldri eru kosningabærir. Hægt er að skrá sig sem félagsmann á fundinum, félagsgjald er 500 kr. Iðkendur sem greitt hafa sín gjöld teljast sem félagsmenn.

Þeir sem hafa hug á því að bjóða sig fram til stjórnarstarfa eru beðnir um að senda línu á eggert@skautafelag.is

Vonandi sjáum við sem flesta.

kv,
Stjórnin