26/09/2017
Margrét Sól Torfadóttir hélt af stað í morgun til Zagreb í Króatíu þar sem hún mun keppa fyrir Íslands hönd á Junior Grand Prix. Með henni er þjálfari hennar, Guillaume Kermen.
Keppni með stutt prógram í Junior Ladies hefst á fimmtudaginn kl 14:00 á íslenskum tíma og í frjálsu prógrami á föstudaginn kl 10:45 á íslenskum tíma.
Hægt verður að fylgjast með henni í beinni útsendingu Youtube síðu ISU.
https://www.youtube.com/user/ISUJGP2011
Við óskum Margréti velgengni á mótinu og hlökkum til að fylgjast með henni næstu daga.