Pálmar Ragnarsson, fyrirlesari og körfuboltaþjálfari hjá Val, mætti um síðastliðna helgi upp í Skautahöll og fræddi börnin á léttan og skemmtilegan hátt um jákvæð samskipti innan liða og hvernig hægt er að mynda umhverfi þar sem öllum líður vel. Hann talaði einnig um mikilvægi þess að allir upplifi að þeir skipta máli, áhrifin sem við höfum á hvert annað, móttöku nýrra iðkenda, markmiðasetningu og margt fleira sem íshokkíkrakkar þurfa að vita til að ná árangri sem einstaklingar og lið.
Bæði foreldrar og iðkendur voru mjög ánægð með það sem Pálmar hafði fram að færa – enda frábært veganesti inn í framtíðina fyrir unga SR-inga.
Pálmar er með BS í sálfræði og er körfuknattleiksþjálfari yngri flokka Vals. Hann var andlit Meistaramánaðar árið 2017. Hann hefur haldið fyrirlestra fyrir fyrirtæki, stofnanir og íþróttafélög og tók þátt í Sýnum karakter átaki Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.