Nýr þjálfari hjá LSR.

27/07/2018
Saana Lindman er nýr þjálfari sem var að gera samning við félagið sem skautastjóri og byrjar hún hjá okkur eftir helgi. Saana kemur frá Helsinki í Finnlandi. Hún hefur starfað í fjölda mörg ár sem yfirþjálfari og þjálfari á ís hjá tveimur finnskum skautafélögum og junior þjálfari hjá Santasport ólympísku þjálfunarmiðstöðinni. Sem sjálfstætt starfandi þjálfari og danshöfundur hefur hún starfað með mörgum félögum, þjálfurum og skauturum innan Finnlands og erlendis. Undanfarið hefur hún verið að starfa í Lúxemborg.
 
Saana er með meistaragráðu í íþróttavísindum og stjórnun frá Haaga-Helia University of Applied Sciences og hún hefur klárað ýmis önnur þjálfaranámskeið hjá Santasport ólympísku þjálfunarmiðstöðinni. Í gegnum árin hefur hún líka tekið þátt bæði sem nemandi og fyrirlesari á allsskonar námskeiðum, fyrirlestrum og málþingum til að viðhalda góðri þekkingu á íþróttinni.
 
Hún vill koma því áleiðis til foreldra og forráðamanna að sem þjálfari leggur hún mikla áherslu á jákvæða uppbyggingu og jákvætt umhverfi fyrir iðkendur. Hún leggur líka áherslu á að iðkendur nýti sína styrkleika, leggi sig fram og nái markmiðum sínum. Hún hefur gaman að því að vinna með iðkendum frá þeirra fyrstu skrefum og upp í afreksiðkendur.
 
Saana hlakkar mikið til þess að koma til Skautafélags Reykjavíkur og að hjálpa okkur að gera frábært félag enn betra. Hún talar finnsku, ensku og smá í þýsku og sænsku og hlakkar mikið til lað byrja að læra íslensku.
 
Kær kveðja,
Stjórnin.