9 stúlkur frá LSR kepptu á Volvo Open Cup í Riga dagana 7.-11. nóvember sl.
Viktoría Lind Björnsdóttir og Emilía Rós Ómarsdóttir, báðar í Junior keppnisflokki, voru fyrstar til að keppa af okkar stúlkum. Viktoría Lind hafnaði í 33. sæti með 89,03 stig sem er þó nokkuð frá hennar besta. Emilía Rós endaði síðan í 37. sæti með 84,02 stig.
Í keppnisflokknum Advanced Novice áttum við 4 keppendur. Herdís Heiða Guðjohnsen gerði sér lítið fyrir og bætti sitt persónulega met í langa prógramminu og endaði í 18. sæti samanlagt með 75,02 stig. Rebekka Rós Ómarsdóttir var ekki langt frá Herdísi og endaði í 20. sæti með 74,67 stig. Eydís Gunnarsdóttir varð síðan í 41. sæti með 54,06 stig og Margrét Eva Borgþórsdóttir varð í 42. sæti með 49,79 stig.
Kristín Jökulsdóttir keppti í Basic Novice flokki og hafnaði í 19. sæti með 23,15 stig.
Vilborg Gróa Brynjólfsdóttir keppti í flokknum Springs B og varð í 27. sæti með 17,04 stig sem er nokkuð frá hennar besta.
Indíana Rós Ómarsdóttir keppti síðan í Cubs B flokknum og endaði í 31. sæti með 16,07 stig.
Óskum við þeim öllum til hamingju með þennan árangur og góðrar heimaferðar á morgun.