Kristalsmót Fjölnis var haldið helgina 3. og 4. nóvember.

11/11/2018

Helgina 3. og 4. nóvember fór fram Kristalmót Fjölnis og var LSR með marga keppendur á því móti og gekk keppendum glimrandi vel. Á laugardeginum kepptu flokkar 6 ára og yngri, 8 ára og yngri og 10 ára og yngri og fengu allir keppendur þátttökumedalíu og viðurkenningarskjal og ríkti mikil gleði eins og sést á meðfylgjandi mynd sem Jóhanna Helga Þorkelsdóttir tók af hópnum.

Á sunnudeginum kepptu svo 12 ára og yngri, stúlknaflokkur og unglingaflokkur og voru veitt verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti í þeim flokkum og voru úrslit eftirfarandi:

12 ára og yngri
1. sæti Sandra Hlín Björnsdóttir Listskautadeild Fjölnis
2. sæti Andrea Marín Einarsdóttir Listskautadeild Fjölnis
3. sæti Þórunn Gabríella Rodriguez Skautafélag Reykjavíkur

Stúlknaflokkur
1. sæti Amanda Sigurðardóttir Skautafélag Reykjavíkur
2. sæti Emilía Dögg Stefánsdóttir Skautafélag Reykjavíkur
3. sæti Bryndís Bjarkardóttir Skautafélag Reykjavíkur

Unglingaflokkur
1. sæti Helga Xialan Haraldsdóttir Skautafélag Reykjavíkur