Listskautahópurinn Le Patin Libre væntanlegur til landsins.

12/11/2018

Listskautahópurinn Le Patin Libre er væntanlegur til landsins og ætla þau að vera með sýningu sem heitir Glide fyrir áhugasama þann 1. desember frá klukkan 17:30-18:30 og eru takmarkaðir miðar í boði og LSR fékk vilyrði til þess að selja hluta af þeim miðum í forsölu. LSR fær hluta af söluverðinu í fjáröflun til félagsins. Við erum því hér með byrjuð að taka við miðapöntunum og biðjum við ykkur að senda á gjaldkeri.lsr@gmail.com þann fjölda miða sem þið viljið kaupa og munið að fyrstir koma fyrstir fá. Sölu LSR líkur sunnudaginn 18. nóvember og byrjar sala á tix.is þann 16. nóvember klukkan 12:00.

Miðaverð er 1500 kr fyrir 16 ára og yngri og 2000 kr fyrir fullorðna.

Hópurinn hefur ferðast með sýninguna til fjögurra heimsálfa og fengið mjög góðar móttökur gagnrýnenda. Stíllinn er nútímalegur og er sýningin blanda af þeirra bestu atriðum.
Meðlimir hópsins eru Taylor Dilley, Jasmin Boivin, Pascale Jodoin, Alexandre Hamel og Samory Ba.