Fréttir frá Íslandsmóti 2018

27/12/2018

Íslandsmót ÍSS var haldið í Egilshöll fyrstu helgina í desember.

 

Mótið var gríðarlega flott og stóðu SR-ingar sig afar vel.

 

Íslandsmeistari í Senior flokki kom úr okkar röðum, en hún Margrét Sól Torfadóttir vann ekki bara bikarinn eftirsótta heldur sett nýtt íslandsmett í flokknum með 102,25 stig samanlagt fyrir bæði prógrömm. Það er í fyrsta sinn sem íslenskur keppandi nær yfir 100 stigum í senior keppnisflokki.

 

Í Junior flokki náði Viktoría Lind Björnsdóttir þriðja sætinu með 91,71 stig samanlagt.

 

 

Í Advance Novice varð Rebekka Rós Ómarsdóttir í öðru sæti með 74,64 stig og fast á hæla hennar kom Herdís Heiða Jing Guðjohnsen með 74,21 stig. Eydís Gunnarsdóttir varð í sjötta sæti með 65,02 stig og Margrét Eva Borgþórsdóttir í þvi sjöunda með 58,41 stig.

 

Í flokknum Intermediate Novice náði Ólöf Thelma Arnþórsdóttir þriðja sæti, Ingunn Dagmar Ólafsdóttir varð í því fjórða, Edda Steinþórsdóttir í 6. Sæti og Helena Ásta Ingimarsdótti í áttunda sæti.

 

Í Basic Novice varð Kristín Jökulsdóttir í öðru sæti, Vilborg Gróa Brynjólfsdóttir í fjórða sæti og Katrín María Ragnarsdóttir í áttunda sæti.

 

Í yngstu flokkunum tveim eru ekki gefin upp stig né verðlaunasæti, en þar sýndu yngstu keppendurnir flott tilþrif.

 

Í Cubs átti SR fjóra keppendur, þær Sunnu Maríu Yngvadóttur, Evu Lóu Dennisdóttur Gamlen, Ágústu Ólafsdóttur og Báru Margréti Guðjónsdóttur.

 

Í Chicks kepptu fyrir hönd SR þær Elín Ósk Stefándsóttir, Kristina Mockus, Katla Karítas Yngvadóttir og Indíana Rós Ómarsdóttir.

 

Hér fyrir neðan er linkur á frétt mbl.is um mótið :

https://www.mbl.is/sport/frettir/2018/12/03/margret_yfir_100_stiga_murinn/?fbclid=IwAR1kTkmYAHpfyeWgx48Nn8Q1Uqf8xYWoMWox23B0w1227qWQNDo0enLVVxE

 

Myndirnar eru fengnar af síðu Skautasambands Íslands og birtar með góðfúslegu leyfi þeirra.