Fyrsti dagur RIG – úrslit dagsins.

01/02/2019

Í dag fór fram fyrsti dagurinn af þremur á Reykjavík International Games eða RIG í Skautahöllinni Laugardal. Dagurinn byrjaði með Intercub móti þar sem keppnisflokkarnir voru Chicks, Cubs, Basic Novice Girls, Intermediate Novice Girls og Intermediate Ladies. LSR átti þó nokkra keppendur á mótinu og stóðu þau sig öll frábærlega vel. Í flokkum Chick og Cubs fengu allir þátttökuviðurkenningur og síðan í hinum þremur flokkunum voru veitt verðlaun fyrir 1. 2. og 3. sæti og náðu tvær af okkar keppendum palli. Í Basic Novice Girls lenti Kristín Jökulsdóttir í 3. sæti með 29.37 stig og sló hún þar með sitt persónulega met sem var 29.07 stig og óskum við henni innilega til hamingju með þennan flotta árangur. Einnig lenti Edda Steinþórsdóttir í 3. sæti í sínum flokki, Intermediate Novice Girls, með 30.87 stig og óskum við henni innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.

Keppendur eftirfarandi flokka voru:

Chick: Elín Ósk, Indíana Rós,Katla Karítas, Kristina.
Cubs: Bára Margrét, Eva Lóa og Sunna María.
Basic Novice Girls: Dharma Elísabet, Katrín María, Kristín og Vilborg Gróa.
Intermediate Novice Girls: Edda og Ingunn Dagmar.
Intermediate Ladies: Ellý Rún.

Síðan kepptu Advanced Novice Girls með stutta prógrammið í dag og voru það Eydís, Herdís Heiða, Margrét Eva og Rebekka Rós sem kepptu frá LSR fyrir Íslands hönd og munu þær svo keppa með frjálsa prógrammið á morgun. En eftir stigagjöf dagsins er Herdís Heiða efst af skauturum LSR með 26.35 stig og verður spennandi að fylgjast með keppendum á morgun. Við viljum endilega fá sem flesta til að koma í höllina á morgun og sunnudaginn til að hvetja okkar iðkendur áfram á stærsta skautamóti sem haldið er árlega á Íslandi.