Dagana 7. – 10. febrúar fer fram Norðurlandamótið í Linköping í Svíþjóð og á SR tvo fulltrúa þar, en það eru Herdís Heiða og Rebekka Rós og keppa þær báðar í Advanced Novice Girls. Þær kepptu með stutta prógrammið sitt í dag og gekk þeim báðum vel. Síðan á morgun munu þær keppa með frjálsa prógrammið og fyrir þá sem vilja fylgjast með þeim þá er hægt að horfa í gegnum þennan link:
https://skatesweden.solidtango.com/live/the-nordics-7-10-feb-2019-linkoping-sweden
Það þarf að skrá sig inn en það þarf ekki að greiða neitt. Þeirra keppnisflokkur byrjar klukkan 11:45 á íslenskum tíma og Rebekka fyrst í fyrsta upphitunarhóp og Herdís er fjórða í fyrsta upphitunarhóp. Við vonum að sem flestir nái að fylgjast með stelpunum okkar og sendum við þeim óskir um góðs gengis á mótinu.