09/04/2019
Mikið var um dýrðir í Skautahöllinni um helgina þegar Regnbogahátíðin og Regnbogasýningin fóru fram. Á laugardaginn var Regnbogahátíðin, þar sem börn úr skautaskólanum stigu sín fyrstu skref í að koma fram. Þrjú börn fóru á svellið í einu og sýndu dansa sem þau hafa verið að æfa undanfarið.
Á sunnudagskvöldið sýndu krakkar úr unglingahóp dansana sína á Regnbogasýningunni. Sýningin hófst á því að Þuríður Björg Björgvinsdóttir, Dídí, umsjónarþjálfari unglingahóps, sýndi dansinn sinn og svo stigu krakkarnir á svellið.
Svipmyndir frá Regnbogahátíðinni:
Svipmyndir frá Regnbogasýningunni: