Sprenging í stelpuíshokkí hjá SR

10/05/2019
Mikil fjölgun hefur orðið á stelpum í yngri flokkum hjá SR íshokkí í vetur og núna í lok tímabilsins getum við státað af því að hafa nánast jafnt kynjahlutfall í 6., 7. fl. og Íshokkískólanum okkar.
 
Hér er mynd frá stelpuæfingu í dag en þessar æfingar eru mjög vinsælar hjá stelpunum okkar – því það er alltaf mjög vel mætt!
 
Landsliðskonurnar Alexandra og Brynhildur og Andri Íshokkískólastjóri hafa haft umsjón með þessum æfingum í vetur.