Vorsýning LSR 2019 – Bohemian Rhapsody

22/05/2019

Sunnudaginn 19. maí var ein flottasta sýning sem listhlaupadeild Skautafélags Reykjavíkur hefur sett upp. Þemað í ár voru lögin úr bíómyndinni Bohemian Rhapsody sem fjallar um eina frægustu hljómsveit í heimi sem flestir ef ekki allir ættu að kannast við, hina einu sönnu Queen. Undirbúningur sýningarinnar hófst fyrir nokkrum vikum og fundum við spennuna magnast í loftinu eftir því sem leið að sýningardegi og eiga allir sem komu að sýningunni risastórt hrós skilið, Nadia, Svetlana, Herdís, Dídí, Giom og Kamila eru þjálfararnir á bakvið hópana í sýningunni og síðan tóku allir iðkendur félagsins, sem gátu, þátt. Allt frá afreksiðkendum í keppnislínu niður í 3 ára byrjenda iðkendur í skautaskólanum. Hér fyrir neðan eru linkar á youtube myndbönd af atriðunum og þið getið sent það á vini og ættingja en það er ekki hægt að leita að þessu á youtube þar sem að þetta eru óskráð myndbönd vegna höfundaréttar á tónlistinni.

1. Hópar B2 og B3
2. Skautaskóli
3. Hópur 1
4. Hópur 5
5. Kristín Valdís Dídí og Margrét Sól
6. Hópur 3
7. Fullorðinshópur
8. Hópar A1, A2, B1, B2, B3, Margrét Sól, Dídí og Kristínu Valdísi
9. Hópar A1, A2 og B1
10. Hópur 2
11. Hópur 4
12. Unglingaskautaskóli
13. Hópar A1, A2, B1, Dídí, Kristín Valdís og Margrét Sól
14. Lokaatriði allir hópar

Síðan eru öll sýningin í þremur pörtum hérna fyrir neðan (þetta er í vinnslu og kemur inn á næstu dögum)

Partur 1
Partur 2
Partur 3

Credit listi:

Sýningarstjóri – Nadia Margrét Jamchi
Danshöfundar/umsjónarþjálfarar – Guillaume Kermen, Herdís Birna Gunnarsdóttir, Nadia Margrét Jamchi, Svetlana Akhmerova og Þuríður Björg Björgvinsdóttir
Skautaskólaþjálfarar – Bríet Glóð Pálmadóttir, Edda Steinþórsdóttir, Ellý Rún Guðjohnsen, Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir og Þórdís Rögn Jónsdóttir
Hjálparar í skautaskóla – Anna Björk, Bryndís, Dharma, Dóra Lilja, Emilía, Emilía Rós, Eydís, Helga, Herdís, Ingunn Dagmar, Kristín, Margrét Eva, Margrét Helga, Rebekka Rós og Thelma Rós
Danskennari – Kamila Jezierska
Handritshöfundur – Ólafur S.K. Þorvaldz
Sögumaður – Sveinn Ólafur Gunnarsson