Yfirlýsing stjórnar LSR vegna #jagstarupp

22/09/2019
Yfirlýsing stjórnar Listhlaupadeildar Skautafélags Reykjavíkur:

Í framhaldi af frásögnum skautara af reynslu sinni innan skautahreyfingarinnar undir myllumerkinu #jagstarupp, þá vill stjórn Listhlaupadeildar Skautafélags Reykjavíkur lýsa yfir fullum stuðningi við þá skautara sem hafa stigið fram.

Margir af þeim skauturum eru iðkendur og þjálfarar hjá SR og erum við þakklát því að þessi umræða sé komin af stað og upp á yfirborðið.

Mikilvægt er að iðkendur og starfsfólk fái að sinna sinni íþrótt í öruggu og jákvæðu umhverfi. SR mun í framhaldinu skoða stöðu þessa máls innan félagsins í samstarfi við iðkendur, þjálfara og foreldra.

Einnig verður óháður aðili fenginn til að taka út starfið og vinna með okkur að því að uppræta neikvæðan starfsanda ef hann er að finna. Þeir hugrökku skautarar sem stigið hafa fram eiga lof skilið og eru íþróttinni til sóma. Framtíðin er björt með svona fólk í fararbroddi.

Virðingarfyllst,
Stjórn Listhlaupadeildar Skautafélags Reykjavíkur.