Kristalsmót 2019
sem haldið verður í Skautahöllinni í Egilshöll 19. og 20. október 2019
Skráning í keppni
Skráning og greiðsla keppnisgjalda skulu berast eigi síðar en 10. október. Skráning og forföll skulu tilkynnast á skautastjori@gmail.com og keppnisgjaldið, 3500 kr, skal leggjast inná eftirfarandi reikning:
0528-26-007001
Skráning og forföll tilkynnist á eftirfarandi netfang:
Keppnisflokkar félaga og reglur*
– 18 ára og eldri – 17 ára og yngri – 15 ára og yngri – 12 ára og yngri – 10 ára og yngri – 8 ára og yngri – 6 ára og yngri Dómarakerfi C
Keppnisreglur eru eftir almennum reglum ISU og útgefnum reglum ÍSS. Drengir raðast í keppnisflokka eins og stúlkur þ.e. samkvæmt aldri en þeir eru ári eldri. Dæmi: 12 ára og yngri stúlkur / 13 ára og yngri drengir, 10 ára og yngri stúlkur / 11 ára og yngri drengir o.s.frv.
* Athugið að keppt verður eftir nýjum reglum ÍSS um keppnisflokka félaga.
Keppniskerfi Special Olympics og Adaptive Skating (SO og AS)
– Level I einstaklings – Level II einstaklings – Level I para Dómarakefi D
Keppnisreglur eru eftir almennum reglum ISU og útgefnum reglum ÍSS.
Keppnisgjald
Keppnisgjald að fjárhæð kr. 3.500.-
Dregið um keppnisröð
Dregið verður um keppnisröð þriðjudaginn 15. október og verður keppnisröðin send í tölvupósti til allra félaga.
Dagskrá – birt með fyrirvara
Laugardagur 19. október kl. 08 – 13:00 Sunnudagur 20. október kl. 08 – 10:00
Skiladagsetningar
Persónuverndarákvæði (GDPR)
Með skráningu á mótið gerir skautari og/eða forráðamaður sér grein fyrir því að upplýsingar um gengi skautara á mótinu eru gerðar opinberar og geymdar hjá Listhlaupadeild Fjölnis. Þá gerir skautari/forráðamaður sér grein fyrir að teknar eru ljósmyndir af skauturum á mótinu og þær birtar opinberlega og mögulega í fjölmiðlum.
Mótstjóri
Laufey Haflína Finnsdóttir