Vinaæfing í skautaskólanum

14/10/2019

Kæru foreldrar og iðkendur,

miðvikudaginn 16. október verður vinaæfing í skautaskólanum og býðst öllum iðkendum að taka með sér vin á æfingu. Við vonumst til þess að sjá sem flesta á miðvikudaginn. Æfingunni lýkur síðan með 15 mínútna diskó þar sem ljósin verða slökkt og kveikt á nýju diskóljósunum og aldrei að vita nema við athugum hvort hægt sé að kveikja á reykvélinni.