Vetrarmót ÍSS fór fram um helgina og stóðu SR-ingar sig mjög vel.
Viktoría Lind Björnsdóttir, SR, var í þriðja sæti í Junior með samtals 96,52 stig.
Rebekka Rós Ómarsdóttir, SR, var í öðru sæti í Advanced Novice flokki með 74,1 stig
Þórunn Lovísa Löve, SR, vann Intermediate Ladies flokkinn með 33,88 stig. Edda Steinþórsdóttir, SR, varð önnur með 25,70 stig og Anna Björk Benjamínsdóttir var í þriðja sæti með 23,97 stig.
Sunna María Yngvadóttir, SR, var í þriðja sæti í Basic Novice, Dharma Elísabet Tómasdóttir, SR, var í fjórða sæti og Thelma Rós Gísladóttir, SR var í því sjötta.
Sjö SR-ingar kepptu í Cubs-flokki: Elín Ósk Stefánsdóttir, Indíana Rós Ómarsdóttir, Ilma Kristín Stenlund, Kolbrún Jóhanna Sveinsdóttir, Helena Katrín Einarsdóttir, Bára Margrét Guðjónsdóttir og Unnur Þorbjörg Ragnarsdóttir
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar svipmyndir af keppendum SR, sem Jóhanna Þorkelsdóttir tók.