Vel heppnaður Global Girls Game

10/02/2020

Metþátttaka var í Global Girls Game í Skautahöllinni um helgina er 38 íshokkístelpur á öllum aldri spiluðu í skemmtilegum leik sem fór 7-6 fyrir bláum.
Eliza Reid forsetafrú opnaði leikana með því að kasta viðhafnarpökki.

Global Girls Game fór fram um helgina í 37 löndum og enduðu leikar 127-11 bláum í vil. Sjá nánar á vef Alþjóða íshokkísambandsins.