11/09/2022
Laugardaginn 24. september klukkan 13:00 ætlar félagið saman í bíó að sjá Abbababb sem Kristina í A1 leikur í. Sýningin er í Smárabíó og við þurfum að láta bíóið vita 17. september hvort við munum nýta salinn og verðum við því að biðja alla um að bóka miðana sína sem fyrst. Hérna fyrir neðan er stikla úr myndinni og við hlökkum mikið til að sjá alla saman í bíó. Hérna er hægt að kaupa miða og það má taka með vini eða fjölskylduna með.