SR-ingar sóttu mót norður á Akureyri síðastliðna helgi (18.-19. mars). Iðkendur stóðu sig með prýði, voru sjálfum sér og félaginu til sóma. Margir af okkar iðkendum voru að setja sitt persónulega met í stigum og áttu SR-ingar verðlaunasæti í lang flestum keppnisflokkum. Í 8 ára og yngri B lenti Sunna María Yngvadóttir í 1. sæti.