Blog Archives

Eliza Reid forsetafrú opnar „Stelpur spila íshokkí“

Vertu með í kvennaíshokkí-bylgjunni og taktu þátt í Girls Global Game, en það er íshokkíleikur kvenna spilaður um allan heim sömu helgi – hvítir á móti bláum. Leikurinn fer fram sunnudaginn 9. febrúar kl. 11.45-12.45. Allir velkomnir, bæði byrjendur og lengra komnir. Eliza Reid ætlar að setja Girls Global Game í Reykjavík með því að

Nánar…


Úrslitakeppni í Hertz-deild kvenna

Þá er það að bresta á,  úrslitakeppni Hertz-deild kvenna hefst í kvöld. Fyrsti leikur er fyrir norðan í kvöld þriðjudaginn 4. febrúar kl. 19.30 Í beinu streymi á YouTube rás ÍHÍ fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. Áfram RVK! Leikur tvö verður svo í Egilshöll á fimmtudaginn – takið daginn frá því auðvitað ætlum við

Nánar…


Frábær mæting á Íshokkídag SR í dag

Íshokkídeild SR byrjaði árið af krafti með Íshokkídegi SR í dag. Það var frábær mæting – yfir 100 krakkar voru á ísnum þegar mest var. Sumir spiluðu hokkí, aðrir léku sér með pökk og kylfu og sumir skautuðu sér til skemmtunar. Foreldrafélag SR íshokkí bauð upp á kaffi, heitt kakó og kleinur. Allar upplýsingar um

Nánar…


Íshokkídagur SR 5. janúar

Nýtt ár, ný íþrótt. Byrjaðu árið af krafti og prófaðu íshokkí á Íshokkídegi SR – alveg frítt Hvar: Skautahöllin Laugardal Hvenær: Sunnudaginn 5. janúar kl. 11:30-12:45 Fyrir hvern: Stelpur og stráka á öllum aldri sem vilja kynnast þessari frábæru íþrótt Þjálfarar SR íshokkí taka vel á móti öllum byrjendum! Allur búnaður á staðnum, skautar, hjálmar,

Nánar…


Jólaball í Skautahöllinni 14. desember

Allir velkomnir á árlegt Jólaball Skautafélags Reykjavíkur og Skautahallarinnar í Laugardal sem verður haldið laugardaginn 14. desember kl. 16:30-19:00. Skautað í kringum jólatréð undir ljúfum jólatónum. Að sjálfsögðu kíkja jólasveinar í heimsókn, skauta með krökkunum og gefa góðgæti. Aðgangur kr. 1.500,- (fyrir þá sem fara inn á ís) Að sjálfsögðu eru allir velkomnir Nánari upplýsingar

Nánar…


Metfjöldi stelpna á SR mótinu í íshokkí

Um liðna helgi komu yfir 170 íshokkíkrakkar 12 ára ára og yngri saman í Skautahöllinni í Laugardal og spiluðu á SR mótinu. Í ár var metþátttaka stelpna en 55 stelpur frá félögunum þremur tóku þátt. SR-ingar áttu flestar stelpur á mótinu, 26 talsins, yfir 40% leikmanna SR. Við þökkum Fjölni-Birninum og Skautafélagi Akureyrar fyrir komuna.

Nánar…


Helgi Páll og Ævar Þór þjálfa meistaraflokk SR

Helgi Páll Þórisson var í dag kynntur til sögunnar sem nýr aðalþjálfari karlaliðs SR. Honum til aðstoðar verður Ævar Þór Björnsson. Í byrjun mánaðarins óskaði Milos eftir því að stíga til hliðar sem þjálfari karlaliðs SR og einbeita sér 100% að uppbyggingarstarfi í yngri flokkum félagsins. Honum fannst hann ekki geta sinnt báðum hlutverkum nægilega

Nánar…


Sölvi í Finnlandi

Fjarvera Sölva Atlasonar, eins af beittustu sóknarmönnum SR, hefur vakið athygli núna í byrjum þessa tímabils – en hann ákvað að reyna fyrir sér erlendis í vetur. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann verið lykilmaður í SR og var m.a. fimmti stigahæsti leikmaður liðins á síðasta tímabili. Sölvi spilar nú með U20 liði RoKi í

Nánar…


Stelpuíshokkídagurinn 6. október – allir velkomnir

Komdu og prófaðu íshokkí á Alþjóðlegum stelpu íshokkídegi – alveg frítt. Hvar: Skautahöllin Laugardal Hvenær: Sunnudaginn 6. október kl. 11:45-12:45 Fyrir hvern: Stelpur á öllum aldri sem vilja kynnast þessari frábæru íþrótt Kvennalið Reykjavíkur tekur vel á móti öllum byrjendum! Allur búnaður á staðnum, skautar, hjálmar, hlífar og kylfur. Viðburðinn á Facebook


Íshokkískólinn er byrjaður

Íshokkíið er að byrja! Komdu og lærðu að skauta hjá okkur í Skautahöllinni Laugardal. Stelpuæfingar alla mánudaga kl. 18:15-19:15. Fyrir byrjendur og lengra komna á öllum aldri. Íshokkískóli SR fyrir alla byrjendur – stráka og stelpur – þriðjudaga kl. 18-19 – föstudaga 17.30-18.15 – sunnudaga 11.45-12.45 Frábærir þjálfarar taka vel á móti öllum byrjendum. Hægt

Nánar…