Frábær mæting á Íshokkídag SR í dag

05/01/2020

Íshokkídeild SR byrjaði árið af krafti með Íshokkídegi SR í dag. Það var frábær mæting – yfir 100 krakkar voru á ísnum þegar mest var.
Sumir spiluðu hokkí, aðrir léku sér með pökk og kylfu og sumir skautuðu sér til skemmtunar. Foreldrafélag SR íshokkí bauð upp á kaffi, heitt kakó og kleinur.

Allar upplýsingar um Íshokkískóla SR er að finna hér – meðal annars æfingatíma og annað sem máli skiptir fyrir byrjendur í íshokkí.