Íshokkí

Sögulegur sigur kvennaliðs SR: útvarpsviðtal

Það var stór stund í sögu SR og kvennaliðsins í Laugardalnum þriðjudaginn (23. janúar 2024) þegar það lagði Fjölni af velli 6-3 í frábærum leik. Þetta er fyrsti sigur liðsins síðan það var endurvakið árið 2020 og fyrsti sigur kvennaliðs SR í venjulegum leiktíma frá upphafi liðsins. Liðið spilaði af krafti og gaf ekkert eftir

Nánar…


U20 drengjalandslið Íslands með brons

U20 drengjalandslið Íslands sótti bronsverðlaun á HM 2. deild B en það er besti árangur liðsins hingað til. SR átti sex frábæra fulltrúa í liðinu Haukur Steinsen og Benedikt Bjartur Olgeirsson í vörninni Helgi Bjarnason, Ýmir Hafliðason Garcia, Gunnlaugur Þorsteinsson og Níels Þór Hafsteinsson í sókninni Í starfliðinu voru Sölvi Freyr Atlason aðstoðarþjálfari og Olgeir

Nánar…


U18 stúlknalandslið Íslands með silfur

U18 stúlknalandslið Íslands lenti í öðru sæti á HM í B riðlið 2. deildar í Búlgaríu núna í janúar. SR átti fimm frábæra fulltrúa í liðinu: Andreu Diljá J. Bachmann í markinu Bríeti Maríu Friðjónsdóttir í vörninni Friðriku Rögnu Magnúsdóttur, Dagnýju Mist Teitsdóttur og Kristínu Ngoc Davíðsdóttir í sókninni Í starfsliðinu voru einnig SR-ingarnir Alexandra

Nánar…


Kári og Alexandra íshokkífólk SR 2023

Kári Arnarsson og Alexandra Hafsteinsdóttir eru íshokkífólk SR árið 2023 Alexandra er fyrirliði kvennaliðsins og hefur síðustu ár verið leiðtogi liðsins bæði innan og utan íssins ásamt því að vera einn sterkasti leikmaður þess. Hún hefur tekið virkan þátt í uppbyggingu stúlknahokkís hjá SR með frábærum árangri og hjálpað til að búa til heila kynslóð

Nánar…


Karlalið SR tilnefnt sem lið ársins af ÍBR

Íþróttabandalag Reykjavíkur útnefndi karlalið SR sem eitt af fjórum liðum ársins 2023. Ásamt SR voru karla- og kvennalið Víkings í knattspyrnu tilnefnd og kvennalið Vals í knattspyrnu. Blásið var til athafnar í ráðhúsi Reykjavíkur 13. desemer s.l. þar sem lið ársins var tilkynnt en karlalið Víkings var valið. Aðstoðarfyrirliðarnir Styrmir Maack og Sölvi Freyr tóku

Nánar…


SR bikarmeistarar U16 stúlkna

SR bikarmeistari U16 stúlkna! Fyrstu helgina í desember fór fram á Akureyri bikarmót U16 stúlkna en þetta er fjórða mótið en í fyrsta skiptið sem það er haldið fyrir norðan. Hart hefur verið barist á þessum mótum en þetta er í þriðja skiptið í röð sem SR fer með sigur af hólmi. Næsta U16 stúlknamót

Nánar…


Stelpuhokkídagurinn 7. október 2023

Alþjóðlegi stelpuhokkídagurinn er haldinn hátíðlegur laugardaginn 7. október hjá SR og af því tilefni bjóðum við öllum stelpum sem áhuga hafa á þessari frábæru íþrótt að koma og prófa. Mæting kl. 11.15 til að finna búnað og skauta í réttri stærð Inn á ís kl. 11.45-12.45 þar sem þjálfarar taka á móti og eru með

Nánar…


SR í Evrópukeppni í fyrsta sinn

Karlalið SR vann sér þátttökurétt í Evrópukeppni félagsliða, Continental Cup, með íslandsmeistaratitlinum á síðasta tímabili. Liðið heldur út til Kaunas í Litháen 21. september þar sem það mætir  þremur liðum á þremur dögum í B riðli mótsins. HC Panter gegn SR föstudaginn 22. sept kl. 12.00 að íslenskum tíma. Beint streymi hér. SR gegn KHL

Nánar…


Titilvörnin hefst í dag

Titilvörnin hefst í dag þriðjudag í opnunarleik Hertz-deildar karla er SR tekur á móti Fjölni kl. 19.45 í Skautahöllinni í Laugardal. Auðvitað verður veisla í Hokkífálkanum sem verður með gómsætar pylsur, samlokur og vöfflur á boðstólunum ásamt drykkjun og öðru góðgæti. 1500 kr. inn Slepptu röðinni og keyptu miða í Stubbs appinu Frítt fyrir grunnskólabörn

Nánar…


Fjórir nýir leikmenn í fyrsta leik kvennaliðs SR

Við buðum fjóra nýja leikmenn velkomna í kvennalið SR í fyrsta leik liðsins þetta tímabilið síðasta laugardag. Brynju Líf 13 ára varnarmaður úr U14 SR sem fékk sínar fyrstu mínútur Freya Schlaefer varnamaður frá USA Malika Aldabergenova sóknarmaður frá Kasakstan Saga Blöndal varnarmaður frá Akureyri. Þrátt fyrir 4-1 tap sýndi liðið miklar framfarir frá síðasta

Nánar…