Það var stór stund í sögu SR og kvennaliðsins í Laugardalnum þriðjudaginn (23. janúar 2024) þegar það lagði Fjölni af velli 6-3 í frábærum leik. Þetta er fyrsti sigur liðsins síðan það var endurvakið árið 2020 og fyrsti sigur kvennaliðs SR í venjulegum leiktíma frá upphafi liðsins. Liðið spilaði af krafti og gaf ekkert eftir