Í dag hefur nýr vefur skautafélagsins litið dagsins ljós! Gamli vefurinn hefur þjónað skautafélaginu vel í þau 10 ár sem hann hefur staðið vaktina. Þegar farið var af stað í breyta merki félagsins árið 2014 var farið af stað í þá vinnu að undirbúa nýjan vef fyrir félagið með breyttri ásýnd og breyttum kröfum sem gerðar eru til vefja í dag. Vefurinn er aðgengilegur á öllum helstu tækjum hvort sem um er að ræða venjulegar borðtölvur, snjallsíma eða spjaldtölvur.
Vefurinn var unnin í samstarfi aðila innan beggja deilda og mun deildirnar hvorar um sig hafa sína ritstjórn en vefurinn í heild sinni, rekstur og utanum hald, mun vera á forræði aðalstjórnar.
Efni gamla vefsins verður síðan gert aðgengilegt hér á þessum vef þegar fram líða stundir. Þar verður hægt að finna margar skemmtilegar fréttir allt frá árinu 2001.
Á næstu vikum og mánuðum munu bætast við nýjir valmöguleikar inn á vefinn sem munu gera þennan vef skemmtilegri að heimsækja í framtíðinni.