Athugið: Breyttur fundarstaður á aðalfundi Skautafélags Reykjavíkur

06/06/2017

Á morgun, miðvikudaginn 7. júní, verður haldinn aðalfundur Skautafélags Reykjavíkur í fundarsal D hjá ÍSÍ.  ÍSÍ er að Engjavegi 6 í Laugardalnum.   Ástæðan fyrir þessum flutningi er að vegna framkvæmda í Skautahöllinni í Laugardal er ekki hægt að halda fundinn í félagsherbergi félagsins og því flutningur á fundinum því nauðsynlegur.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Dagskrá samkvæmt lögum félagsins.

Helgi Páll Þórisson, formaður aðalstjórnar.