Global Girls’ Game IIHF í Skautahöllinni

12/03/2018

Í gær fór fram Global Girls’ Game IIHF í Skautahöllinni í Reykjavík.

Global Girls’ Game IIHF er alþjóðlegur viðburður sem fór fram um allan heim núna um helgina. Leikurinn spilaður til að vekja athygli á og efla kvennaíshokkí. Þar mætast bláir á móti hvítum í skemmtilegum hokkíleik en leikurinn endaði 3-1 fyrir hvíta. Þarna mættust hokkístelpur af höfuðborgarsvæðinu frá 3 ára og upp í 36 ára, allt frá nýliðum upp í reyndar landsliðskonur.

Það þarf auðvitað ekki að taka það fram að íshokkí er frábært íþrótt fyrir börn – hvort sem er fyrir stelpur eða stráka.

Áfram kvennaíshokkí!