22/08/2018
Það er óhætt að segja að SR-ingar hafa tilefni til að gleðjast um þessar mundir enda er skautatímabilið að byrja af fullum krafti hjá báðum deildum félagsins og mikil stemmning er yfir félaginu enda margt jákvætt í gangi.
Aðalstjórn ákvað á dögunum að splæsa í fána fyrir félagið svo að hægt væri að flagga þegar tilefni þykir, einsog t.d á mótum og keppnum eða á öðrum þeim viðburðum sem tilefni þykir að flagga.
Hægt er að far niður í Laugardal og sjá hvernig hann blaktir í síð-sumar golunni á stöng við Skautahöllina.