Skautasýningar um helgina

24/09/2021

Í tilefni af Íþróttaviku Evrópu, #BeActive á vegum ÍSÍ, standa íshokkí- og listskautadeild SR að stuttum og skemmtilegum sýningum á almenningstíma um helgina til að kynna íþróttirnar.

Nánar um sýningarnar:
Komdu að skauta í Skautahöllinni í Laugardal um helgina og sjáðu listskautasýningu og íshokkí í stuttum en spennandi atriðum milli kl. 14.15-14.30.
Bæði laugardag og sunnudag.

Bókaðu tíma í Skautahöllinni hér: https://skautar.is/
Stelpur úr listskautum sýna æfingar og stuttan dans og í kjölfarið koma krakkar frá íshokkí og spila hraðan og stuttan leik.

Nánari upplýsingar inn á Facebook viðburðum.