Aðalfundur Skautafélags Reykjavíkur 20. júní

03/06/2023

Boðað er til aðalfundur Skautafélags Reykjavíkur þriðjudaginn 20. júní kl. 20.00.
Fundurinn er haldinn í sal Skautahallarinnar í Laugardal.

Dagskrá aðalfundar samkvæmt lögum félagsins
1.Kosinn fundarstjóri og fundarritari.
2.Lesin upp fundargerð síðasta aðalfundar.
3.Lögð fram skrifleg skýrsla aðalstjórnar og skýrslur deilda.
4.Lagðir fram endurskoðaðir reikningar aðalstjórnar ásamt endurskoðuðum reikningum einstakara deilda miðaðir við almanaksárið.
5.Umræður um skýrslu og reikninga aðalstjórnar. Reikningar aðalstjórnar bornir upp til samþykktar.
6.Kosningar.
I.Kosning formanns til eins árs.
II.Kosning gjaldkera og ritara til eins árs.
III.Kosning tveggja varamanna í aðalstjórn.
IV.Kosning tveggja skoðunarmanna.
7.Lagabreytingar.
8.Önnur mál.

Á aðalfundi ræður meirihluti atkvæða úrslitum mála. Til þess að breyta lögum félagsins þarf þó tvo þriðju hluta greiddra atkvæða.

Lagabreytingartillögur skulu berast aðalstjórn minnst einni viku fyrir aðalfund. Enginn getur farið með nema eitt atkvæði á aðalfundi. Aðalfundur félagsins hefur æðsta vald í öllum málum þess.