Tímabilið er hafið – allir á ísinn!

23/08/2017

Kæru SRingar og aðrir.

Nú er tímabilið að hefjast og fyrstu æfingar, samkvæmt auglýstri æfingatöflu, byrjuðu í þessari viku. 

Geymsla fyrir búnað
Í ár munum við taka upp nýtt fyrirkomulag á geymsluplássi fyrir búnað iðkenda. 
Útbúin verður lokuð geymsla þar sem í boði verður að leigja pláss á kr. 8000 fyrir árið. Kassi fyrir búnaðinn er innifalinn í verðinu.  Við skráningu iðkanda í félagaskráningarkerfi verður hægt að haka við leigu á kassa og greiða kassagjaldið samhliða æfingagjöldum. Iðkandi kemur svo með kvittun (útprentaða eða í síma) úr kerfinu og fær afhentan merktan kassa á næstu æfingu.  Einnig er hægt að greiða fyrir kassann í vefverslun SR og framvísa kvittun þaðan.  

Leigubúnaður
SR bíður upp á leigu á hlífðarbúnaði fyrir iðkendur sem eru að stíga sín fyrstu skref á svellinu.
 Búnaðarleigan hjá SR er hugsuð til þess að ekki þurfi að fjárfesta í öllum búnaði strax.  Leiga á búnaðarpakkanum er kr. 4000 fyrir önnina (kr. 8000 árið) og munu þjálfarar og fulltrúar foreldrafélags aðstoða við að finna réttan búnað á fyrstu æfingum vetrarins.

Skautaskólinn byrjar formlega 3. september. Foreldrafélagið verður með fulltrúa á staðnum bæði til að aðstoða þjálfara við að gera alla klára á ísinn en einnig til að spjalla við nýja foreldra og kynna fyrir þeim félagið og starfið okkar.

Svo minnum við á að það kostar ekkert að prófa íshokkí í Skautaskólanum svo endilega bjóðið vinum og vandamönnum að koma og prófa þessa frábæru íþrótt.

Þjálfarar og foreldrafélagið