Á laugardag hélt keppni áfram í ISU flokkum, en það eru Advanced Novice, Junior og Senior.
Fyrst kepptu stúlkur í Advanced Novice með frjálsu prógrömmin sín. Þar varð Herdís Heiða þriðja, en það dugði henni ekki til að komast á pall og endaði hún í 4 sæti á mótinu með 75,72 stig í heildareinkunn.
Rebekka Rós endaði í 8 sæti með 63,32 stig, Margrét Eva varð í 11 sæti með 60,26 stig og Eydís kom þar fast á hæla hennar í 12 sæti með 59,80 stig.
Í efstu þrem sætum í Advanced Novice voru Anna Bodrone frá Ítalíu, Júlía Rós Viðarsdóttir úr Skautafélagi Akureyrar og Jeanne Loez frá Frakklandi varð í þriðja sæti.
Næst var keppt í stutta prógrammi Junior kvenna. Þar áttum við einn keppanda, hana Dóru Lilju Njálsdóttur. Hún fékk 19,92 stig fyrir stutta prógrammið og var tíunda eftir fyrri keppnisdag.
Þar á eftir komu karlar í Junior með sitt stutta prógramm og dagurinn lauk með því að Senior konur kepptu með stutt prógrömm. Þar kepptu SR-ingarnir þær Kristín Valdís Örnólfsdóttir og Margrét Sól Torfadóttir. Kristín náði 5 sæti fyrir stutta prógrammið og Margrét því sjötta.
Á sunnudeginum hófst dagurinn á því að keppt var í frjálsu prógrammi hjá Junior konum. Dóra Lilja fékk úr því 36,83 stig og endaði keppni í 10 sæti með 56,75 stig í heildareinkunn
Í efstu þrem sætum í flokknum urðu Jocelyn Hong frá Nýja Sjálandi, Aldís Karla Bergsdóttir úr SA og Marta María Jóhannsdóttir úr SA. Þær bættu báðar Íslandsmetið og á nú Aldís Kara nýtt Íslandsmet sem er 108,45 stig.
Næst var keppt í frjálu prógrammi Junior karla, og lauk keppni með sigri Darian Kaptisch frá Ástralíu en í örðu sæti var Jang Elliot frá Taipei.
Að lokum var keppt í frjálsu prógrammi Senior kvenna. Þar varð Margrét Sól sú fimmta með 64,89 stig og dugði það henni til að halda sjötta sætinu en hún endaði með 96,18 í heildareinkunn. Kristín Valdís fékk 61,31 stig fyrir frjálsa prógrammið og endaði í 7 sæti með 93,74 stig í heildareinkunn.
Efstu þrjú sætin í flokknum hlutu Tanja Odermatt frá Sviss, Aiza Mambekova frá Kazakstan og Morgan Flood frá Azerbajan.
Skemmtilegu móti er lokið og hér að neðan má sjá myndir af verðlaunahöfunum í hverjum flokki, en myndirnar eru fengnar af Facebook síðu Skautasambands Íslands