Blog Archives

Frá æfingu kvennaliðs SR í gærkvöldi

Nýtt kvennalið SR íshokkí!

Við teflum fram okkar eigin kvennaliði í Herzt-deildinni í vetur – í fyrsta skiptið í þrjú tímabil. Þessi tímabil nýttum við vel í uppbyggingarstarf og uppskárum heilan her af framtíðarleikmönnum í yngri flokkunum. Maður uppsker jú eins og maður sáir. Við vorum svo heppin að fá einn reyndasta þjálfara landsins, Alexander Medvedev, til að stýra

Nánar…


Íshokkí- og leikjanámskeið í ágúst

Íshokkídeild SR býður upp á heils- og hálfsdags íshokkí- og leikjanámskeið 4.-8. ágúst og 10.-14. ágúst. Námskeiðin eru fyrir 6-11 ára börn, bæði byrjendur og lengra komna og krakka sem æfa íshokkí á aldrinum 11-14 ára. Byrjendur geta fengið allan búnað lánaðan án endurgjalds – skauta, hjálma, hlífar og kylfu. Aðalþjálfari íshokkís er Miloslav Racansky

Nánar…


Nýjar stjórnir SR íshokkí

Aðalfundur SR íshokkí var haldinn í síðustu viku. Í nýja stjórn voru kosin: Kjartan Hjaltested – formaður (endurkjörinn) Margrét Westlund – gjaldkeri (endurkjörin) Bjarni Helgason – ritari og barna- og unglingaráð (endurkjörinn) Erla Guðrún Jóhannesdóttir – meistaraflokksráð kvenna (ný í stjórn) Sverrir Þórarinn Sverrisson – meistaraflokksráð karla (nýr í stjórn) Ásta Særós Haraldsdóttir – varamaður

Nánar…


Sumarnámskeið í íshokkí

Íshokkídeild SR býður upp á heils- og hálfsdags íshokkí- og leikjanámskeið 4.-8. ágúst. Námskeiðið er fyrir 6-10 ára börn, bæði byrjendur og lengra komna og krakka sem æfa íshokkí á aldrinum 11-14 ára. Námskeiðið er þriðjudag til laugardags. Byrjendur geta fengið allan búnað lánaðan án endurgjalds – skauta, hjálma, hlífar og kylfu. Aðalþjálfari Miloslav Racansky. 

Nánar…


Aðalfundur Íshokkídeildar SR 21. maí

Boðað er til aðalfundar Íshokkídeildar SR fimmtudaginn 21. maí kl. 20.00 í fundaraðstöðu Skautahallarinnar (fyrir ofan pallana). Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og kosning stjórnar. Þeir sem áhuga hafa á að bjóða sig fram í stjórn vinsamlegast hafi samband við Margréti gjaldkera, margretw@simnet.is.


Íshokkískólinn fer aftur af stað 5. maí

Íshokkískóli SR fer aftur af stað eftir samkomubann þriðjudaginn 5. maí kl. 18. Við tökum vel á móti stelpum og strákum á öllum aldri, bæði þeim sem voru komin af stað og þeim sem langar að prófa þessa skemmtilegu íþrótt. Allar nánari upplýsingar hér Íshokkískóli SR er ætlaður þeim sem eru að stíga sín fyrstu

Nánar…


Allir ættu að prófa íshokkí – viðtal

Friðrika og Brynja íshokkístelpur hjá SR fóru í skemmtilegt viðtal við Barnablað Morgunblaðsins. Þær verða að sjálfsögðu á stelpuæfingu á morgun mánudag kl. 18.15. Þær hvetja allar stelpur til að koma og prufa íshokkí hjá SR. Við tökum vel á móti byrjendum, allur búnaður á staðnum og frítt að prófa.   Hvernig er að spila

Nánar…


Öskuball 29. febrúar

Skautahöllin í samvinnu við listhlaupa- og íshokkídeildir SR bjóða alla velkomna á skauta-öskuball laugardaginn 29. febrúar kl. 16:30-18:30. Verðlaun fyrir besta öskudagsbúninginn! Hægt verður að kaupa pizzur og drykki. Aðgangur kr. 1.500,- (skauta- og hjálmaleiga innifalin) Að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Tengill á Facebook viðburð


Vel heppnaður Global Girls Game

Metþátttaka var í Global Girls Game í Skautahöllinni um helgina er 38 íshokkístelpur á öllum aldri spiluðu í skemmtilegum leik sem fór 7-6 fyrir bláum. Eliza Reid forsetafrú opnaði leikana með því að kasta viðhafnarpökki. Global Girls Game fór fram um helgina í 37 löndum og enduðu leikar 127-11 bláum í vil. Sjá nánar á

Nánar…


Elsa Kristín Sigurðardóttir

Trúnaðamaður leikmanna íshokkídeildar

Elsa Kr Sigurðardóttir hefur tekið til starfa sem trúnaðarmaður leikmanna SR íshokkí. Elsa starfar sem hjúkrunarfræðingur (RN, MSc) hjá Reykjavíkurborg en hefur komið að íþróttastarfi frá unga aldri, var meðal annars valin Akstursíþróttakona ársins 2013. Trúnaðarmaður er tengiliður leikmanna og íþróttafélagsins og nær til allra þeirra sem stunda íshokkí hjá deildinni, frá yngri flokkum og

Nánar…