Sumarnámskeið í íshokkí
Íshokkídeild SR býður upp á heils- og hálfsdags íshokkí- og leikjanámskeið 4.-8. ágúst. Námskeiðið er fyrir 6-10 ára börn, bæði byrjendur og lengra komna og krakka sem æfa íshokkí á aldrinum 11-14 ára. Námskeiðið er þriðjudag til laugardags. Byrjendur geta fengið allan búnað lánaðan án endurgjalds – skauta, hjálma, hlífar og kylfu. Aðalþjálfari Miloslav Racansky.
