Íshokkí

Björn Róbert snýr til baka með stæl (viðtal)

Björn Róbert Sigurðarson sneri aftur í íshokkí í vetur eftir nokkura ára hlé þegar hann kom aftur heim í uppeldisfélagið SR. Hann náði fjórum deildarleikjum og einum leik í úrslitum og hefur svo farið á kostum í fyrstu tveimur leikjum landsliðsins á mótinu. Við tókum Björn tali fyrir tvo lokaleiki mótsins hjá íslenska liðinu föstudag

Nánar…


Viðtal við Jóhann Björgvin markvörð

Nú þegar HM í Laugardalnum er hálfnað tókum við SR-inginn Jóhann Björgvin tali en hann hefur alið manninn í Tékklandi í vetur með U20 liði Vlasim. Þetta er hans fyrsta HM með A-landsliði karla og hans fyrsti leikur gegn Georgíu í gær. Hann hoppaði beint í annað sæti yfir bestu markmann mótsins eftir frammistöðuna í

Nánar…


HM karla í Laugardalnum 18.-24. apríl

HM karla hefst í Skautahöllinni í Laugardal á mánudaginn með leik Íslands og Búlgaríu kl. 16.30. SR á 10 frábæra fulltrúa í landsliði Íslands á þessu móti: Jóhann Björgvin markvörður hjá Vlasim í Tékklandi. Sölvi Atlason Robbie Sigurðsson Hákon Marteinn hjá Sollentuna í Svíþjóð Björn Róbert Kári Arnasson Axel Orongan Markús Máni Bjarki Reyr Þorgils

Nánar…


Íshokkí- og leikjanámskeið í júní og ágúst

SR íshokkí býður upp á skemmtileg íshokkí- og leikjanámskeið í júní og ágúst – bæði heils- og hálfsdags. Allt í frábæru nærumhverfi í Laugardalnum. Aðalþjálfari og umsjónarmaður er Kristín Ómarsdóttir aðalþjálfari Íshokkískóla félagsins og leikmaður með kvennaliði SR en hún hefur mikla reynslu af þjálfun á ís, kennslu og umsjón sumarnámskeiða. 13.-16. júní. Heils- og

Nánar…


Íslandsmeistarar U18 2022

U18 lið SR varð um helgina Íslandsmeistari í íshokkí. Liðið endaði í efsta sæti með 24 stig úr 12 leikjum. Liðið skoraði flest mörk eða 76 og fékk á sig fæst eða 49. Liðið samanstendur bæði af stelpum og strákum sem öll stóðu sig framúrskarandi vel í vetur. Vert er að nefna framlag tvíeykissins hættulega

Nánar…


Yfirlýsing frá stjórn SR íshokkí vegna aganefndar ÍHÍ

29/03/2022

Yfirlýsing frá stjórn SR íshokkí Föstudagsmorgun 25. mars sl. sendi SR íshokkí erindi til Aganefndar Íshokkísambands Íslands er varðaði atvik úr öðrum leik SR og SA í úrslitakeppni Hertz-deildar karla í íshokkí, sem fram hafði farið kvöldið áður. Því fylgdi atvikalýsing og myndbandsupptaka frá atvikinu sem sýndi greinilega leikmann SA slá með kylfu (e. spearing)

Nánar…


Úrslitakeppni karla hefst á morgun

Úrslitakeppnin í Hertz-deild karla, SR-SA, hefst á morgun á Akureyri! Spilað er þar til annað lið sigrar 3 leiki. Dagskrá úrslitanna er eftirfarandi #1 Þri. 22. mars kl. 19.30 á Akureyri í beinu streymi á Youtube rás ÍHÍ #2 Fim. 24. mars kl. 19.00 í Laugardalnum #3 Lau. 26. mars kl. 16.45 á Akureyri í

Nánar…


Vel heppnaður Global Girls Game um helgina

Global Girls Game, eða stelpur spila íshokkí, fór fram í Laugardalnum um síðastliðna helgi. GGG er íshokkíleikur kvenna spilaður um allan heim sömu helgi – hvítir á móti bláum. Niðurstöðum allra leikja er safnað saman og er samanlögð heilarniðurstaða allra leikja birt á vef Alþjóða íshokkísambandsins. 25 SR-ingar á aldrinum 5 til 44 ára mættu

Nánar…


Foreldrafélag SR íshokkí gefur búnað

Við státum af mjög öflugu foreldrafélagi sem hefur styrkt starfsemi íshokkídeildarinnar margvíslega síðustu ár, meðal annars með mjúkum böttum, þjálfaragöllum og ýmsum öðrum þjálfarabúnaði. Nýverið færði foreldrafélagið Íshokkískólanum veglega búnaðargjöf sem nýtast mun vel við æfingar næstu kynslóðar af SR íshokkíkrökkum, en félagið lánar öllum byrjendum búnað endurgjaldslaust. Dagbjört, íþróttastjóri yngri flokka, veitti gjöfinni viðtöku


Aðalfundur Íshokkídeildar 23. mars

Boðað er til aðalfundar Íshokkídeildar Skautafélags Reykjavíkur miðvikudaginn 23. mars kl. 19:30 í fundaraðstöðu Skautahallarinnar (fyrir ofan pallana). Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og kosning stjórnar. Þeir sem áhuga hafa á að bjóða sig fram í stjórn vinsamlegast hafi samband við Hafliða, ritara stjórnar, haflidisaevarsson@gmail.com.