
15 ára landsliðsmarkvörður í kvennaliði SR
Andrea Diljá fékk markmannshlutverkið hjá nýju kvennaliði SR óvænt í fangið á síðasta tímabili, þá aðeins 14 ára gömul. Þar stóð hún sig með eindæmum vel og er nú að fara með kvennalandsliði Íslands að spila á Ólympíuumspili í Nottingham í Bretlandi 7.-10. október. Andrea hefur staðið milli stanganna í gegnum yngri flokka SR og ekki