Íshokkí

Foreldrafélag SR íshokkí gefur búnað

Við státum af mjög öflugu foreldrafélagi sem hefur styrkt starfsemi íshokkídeildarinnar margvíslega síðustu ár, meðal annars með mjúkum böttum, þjálfaragöllum og ýmsum öðrum þjálfarabúnaði. Nýverið færði foreldrafélagið Íshokkískólanum veglega búnaðargjöf sem nýtast mun vel við æfingar næstu kynslóðar af SR íshokkíkrökkum, en félagið lánar öllum byrjendum búnað endurgjaldslaust. Dagbjört, íþróttastjóri yngri flokka, veitti gjöfinni viðtöku


Aðalfundur Íshokkídeildar 23. mars

Boðað er til aðalfundar Íshokkídeildar Skautafélags Reykjavíkur miðvikudaginn 23. mars kl. 19:30 í fundaraðstöðu Skautahallarinnar (fyrir ofan pallana). Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og kosning stjórnar. Þeir sem áhuga hafa á að bjóða sig fram í stjórn vinsamlegast hafi samband við Hafliða, ritara stjórnar, haflidisaevarsson@gmail.com.


SR komið í úrslit Hertz-deildar karla

SR lagði Fjölni upp í Egilshöll í gærkvöldi og tryggði sér endanlega sæti í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn gegn SA í lok mars. Fyrsti leikurinn eftir jóla- og COVID frí hjá okkur mönnum og fyrstu mínúturnar báru þess aðeins merki. Fjölnir komst óvænt tveimur mörkum yfir á fyrstu fimm mínútunum. SR-ingar misstu aldrei hausinn, héldu ró

Nánar…


Íshokkískólinn er byrjaður

Já það er gaman í íshokkí enda frábær íþrótt að æfa fyrir stelpur og stráka á öllum aldri. Íshokkískóli SR er alla miðvikudaga og laugardaga í Skautahöllinni í Laugardal. Frítt að prófa og allur búnaður lánaður frítt. Kynntu þér málið:https://skautafelag.is/ishokki-3/ishokkiskoli/


Andrea og Bjarki íshokkífólk SR 2021

Stjórn SR íshokkí valdi Andreu Diljá og Bjarka Rey íshokkífólk SR árið 2021. Andrea hefur staðið í ströngu á milli stanganna síðustu tvö tímabil þrátt fyrir ungan aldur. Hún hefur varið að meðaltali um 50 skot í leik og er samt með frábært hlutfall varðra skota, eða 85%. Andrea fór með A-landsliðinu til Englands og

Nánar…


Jólakveðja

Við óskum öllum SR-ingum og aðstandendum þeirra, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Um leið og við þökkum farsælt samstarf á árinu 2021 óskum við öllum gæfu og hamingju á árinu sem fer í hönd. Stjórn og starfsfólk Skautafélags Reykjavíkur, íshokký og listskautadeildar.


ÍHÍ valdi Bjarka Íshokkímann ársins 2021

Bjarki Reyr Jóhannesson hefur verið valinn íshokkímaður ársins 2021 af stjórn Íshokkísambands Íslands. Í tilkynningu ÍHÍ segir meðal annars: „Bjarki Reyr hefur leikið með Skautafélagi Reykjavíkur allan sinn feril og er þar fyrirliði í meistaraflokki karla. Bjarki hefur átt fjölda marka í vetur auk stoðsendinga.  Hann er burðarásinn í öllum leikjum SR, tekur virkan þátt

Nánar…


Stórleikur í Laugardalnum á laugardag – SR/SA

Baráttan um efsta sætið í Hertz-deild karla hefst áfram er SA sækir SR heim í Laugardalinn. SR er einu stigi fyrir ofan en SA á tvo leiki til góða. Leikurinn hefst kl. 17.45 laugardaginn 11. desember. Grímuskylda og minnum á persónulegar sóttvarnir og fjöldatakmarkanir. Miðasala við hurð og í Stubbur appinu. Takmarkað magn í boði

Nánar…


Stelpuhokkídagurinn 16. október í Laugardalnum

Alþjóðlegi stelpu-íshokkídagurinn er laugardaginn 16. október n.k. SR heldur að sjálfsögðu upp á daginn og býður stelpum að koma og prófa undir leiðsögn þjálfara SR og leikmanna kvennaliðs SR. Nánar um viðburðinn á Facebook hér. Komdu og prófaðu íshokkí á alþjóðlegum stelpu-íshokkídegi – alveg frítt. Hvar: Skautahöllin Laugardal (beint á móti Húsdýragarðinum) Hvenær: Laugardaginn 16.

Nánar…


Skautasýningar um helgina

Í tilefni af Íþróttaviku Evrópu, #BeActive á vegum ÍSÍ, standa íshokkí- og listskautadeild SR að stuttum og skemmtilegum sýningum á almenningstíma um helgina til að kynna íþróttirnar. Nánar um sýningarnar: Komdu að skauta í Skautahöllinni í Laugardal um helgina og sjáðu listskautasýningu og íshokkí í stuttum en spennandi atriðum milli kl. 14.15-14.30. Bæði laugardag og

Nánar…