Blog Archives

Krakkarnir skemmtu sér vel á Melabúðarmótinu

165 krakkar frá SR, SA og Birninum mættu á Melabúðarmótið í íshokkí Laugardal um liðna helgi. Það var ekki annað að sjá að krakkarnir hafi skemmt sér konunglega bæði innan og utan íssins. Foreldrar SR krakkanna höfðu veg og vanda að skipulagningu mótssins og tókst að búa til jákvæða og skemmtilega umgjörð um frábært mót.

Nánar…


Melabúðarmótið hjá 5, 6 og 7.flokki um helgina

Melabúðarmótið, síðasta 5.6.7. flokks íshokkímót vetrarins, verður haldið hjá Skautafélagi Reykjavíkur í Skautahöllinni Laugardal. Mótið er búið að vera í undirbúningi hjá þjálfurum og foreldrafélaginu í einhvern tíma. Nýjar treygjur voru afhentar í dag og eiga krakkarnir eftir að taka sig vel út í þeim í leikjum helgarinnar. Við hvetjum alla til að skella sér

Nánar…


Ungir SR-ingar á Greifamóti

Um nýliðna helgi fór hópur af ungum SR-ingum, í 5., 6. og 7.flokki og foreldrar, til Akureyrar að taka þátt í árlegu Greifamóti Skautafélags Akureyrar. Mótið var hin besta skemmtun og ekki spillti gleðinni frábært veður á laugar og sunnudeginum. Einsog hefð er fyrir voru allir sigurvegarar á þessu móti og var mótinu slúttað með

Nánar…


Ársmiðar á íshokkíleiki komnir í sölu

Ársmiðar á íshokkíleiki Skautafélagsins eru komnir í sölu í vefverslun félagsins.  Miðarnir koma í tveimur “stærðum”.  Annarsvegar er um að ræða Ársmiða sem er á kr.10.000 og síðan er Lúxusársmiði sem er á kr.15.000 og gildir sá miði á alla heimaleiki SR í Laugardal og alla útileiki SR í Egilshöll.  Þetta er frábær leið til

Nánar…


Sameinað lið í Meistaraflokki kvenna!

Nú fyrir skemmstu var kynntur til sögunnar þjálarar sameinaðs liðs SR og Bjarnarins í Meistaraflokki kvenna, Alexander Medvedev og Andri Freyr Magnússon.   Sameining þessara liða hefur verið í umræðunni síðan í vor eftir að Hertz-deild kvenna með yfirburðarsigri norðan liðanna.  Kvennaíshokkí hefur átt undir högg að sækja í Reykjavík og er vonast til þess

Nánar…


Leikur í kvöld og um helgina!

Í kvöld mun 2.flokkur SR skunda upp í Egilshöll og spila fyrsta leik tímabilsins í öðrum flokki.  2.flokkur er búinn að vera í stífum æfingum hjá Kára Guðlaugssyni og lýtur hópurinn bara nokkuð vel út.  Leikurinn hefst kl.19:45, stundvísalega.  Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta í Egilshöll og hvetja strákana áfram. Um næstu helgi

Nánar…


Tveggja marka tap SR gegn Birninum

Þriðjudaginn 6. desember mættu stelpurnar okkar Birninum í annað skiptið í vetur. Fyrir leikinn voru SR sigurstranglegra liðið, með fleiri stig í deildinni og á ágætis flugi. Áhorfendur voru á því að þær hefðu átt að vinna leikinn, því færin og skotin voru mörg. En allt kom fyrir ekki. Björninn verndaði forystu sína og fór

Nánar…


Baráttusigur gegn Birninum á föstudag

Á síðasta föstudagskvöld tók SR á móti Birninum í Skautahöllinni.  Björninn er í öðru sæti deildarinnar á eftir Esju með 16 stig og fyrirfram var búist við að SR-ingar myndu eiga erfiðan leik fyrir höndum.  En raunin var allt önnur.  SR-ingar komu skipulagðir til leiks og sýndu mikla vinnusemi og aga í sínum varnarleik gegn

Nánar…


LEIKIR HELGARINNAR OG UM SLAKT GENGI UNDANFARIÐ

Það hefur ekki farið framhjá neinum að meistaraflokkur karla hefur átt á brattan að sækja í allan vetur. Eitthvað sem gert var ráð fyrir og margar útskýringar hafa verið gefnar, en eftir tvo leiki þar sem liðið stóð vel í sterkum andstæðingum og hefði jafnvel geta landað sigri eða tveimur, þá er því ekki að

Nánar…


Hörkuleikur í Grafarvogi

Á þriðjudagskvöld heimsóttu SRingar Björninn upp í Grafarvog. SRingar komu full afslappaðir inn í leikinn og Bjarnarmenn komust yfir, einum fleiri á ís, með marki Kristjáns Alberts þegar rúmar ellefu mínútur voru liðnar af leiknum. Leiðinda atvik varð þegar Robbie Sigurdsson, einn af lykilmönnum okkar, virtist fá kylfu í andlitið og skarst á tungunni og

Nánar…