Pálmar Ragnarsson, fyrirlesari og körfuboltaþjálfari hjá Val, mætti um síðastliðna helgi upp í Skautahöll og fræddi börnin á léttan og skemmtilegan hátt um jákvæð samskipti innan liða og hvernig hægt er að mynda umhverfi þar sem öllum líður vel. Hann talaði einnig um mikilvægi þess að allir upplifi að þeir skipta máli, áhrifin sem við höfum