Æfingar falla niður föstudag og sunnudag vegna móta

24/01/2018

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að Reykjavík International Games verður haldið núna um næstkomandi helgi.  Ein af keppnisgreinum mótsins er listhlaup á skautum og verður sá hluti mótsins haldinn á okkar heimavelli, Skautahöllinni í Laugardal.  Einnig á sama tíma verða 5,6 og 7.flokkur íshokkídeildarinnar á Frost-mótinu á Akureyri.  Þetta þýðir að það verða engar æfingar hjá íshokkídeildinni dagana 25. til og með 28. janúar.  Einnig er hægt að fylgjast með á Facebook-Upplýsingasíðu yngri flokka íshokkídeildarinnar fyrir frekari upplýsingar.