12/06/2016
Aðalfundur Skautafélags Reykjavíkur verður haldinn í félagsaðstöðunni í Skautahöllinni í Laugardal sunnudaginn 26. júní kl.15:00. Félagmenn eru hvattir til að mæta.
Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
- Kosinn fundarstjóri og fundarritari.
- Lesin upp fundargerð síðasta aðalfundar.
- Lögð fram skrifleg skýrsla aðalstjórnar og skýrslur deilda.
- Lagðir fram endurskoðaðir reikningar aðalstjórnar ásamt endurskoðuðum reikningum einstakara deilda miðaðir við almanaksárið.
- Umræður um skýrslu og reikninga aðalstjórnar. Reikningar aðalstjórnar bornir upp til samþykktar.
- Kosningar.
- Kosning formanns til eins árs.
- Kosning gjaldkera og ritara til eins árs.
- Kosning tveggja varamanna í aðalstjórn.
- Kosning tveggja skoðunarmanna.
- Lagabreytingar.
- Önnur mál.
Sjá nánar í lögum félagsins hér.
Þeir sem hafa áhuga á bjóða sig fram til stjórnarsetu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við formann stjórnar, Helga Pál Þórisson, í netfangið helgipall@skautafelag.is og bjóða fram krafta sína.
Stjórn Skautafélags Reykjavíkur