Þann 7. júní 2017 var haldinn Aðalfundur Skautafélags Reykjavíkur. Mæting var með ágætum og voru flestir stjórnarmeðlimir beggja deilda og fráfarandi aðalstjórnar mættir á fundinn. Eggert Steinsen var kosinn fundarstjóri og Rakel Tanja var kosin fundarritari. Dagskrá fundarins var nokkuð hefðbundin eða samkvæmt lögum félagsins. Ragna Þóra Ragnarsdóttir, gjaldkeri, var fjarri góðu gamni þannig að það féll í skaut undirritaðs að fara yfir ársreikninga og bera þá til samþykkta.
Í kjöri til formanns var einn í framboði, Sigurður G. Kristinsson, og var hann því sjálfkjörinn. Ragna Þóra heldur áfram sem gjaldkeri, Sandra Björk Jóhannsdóttir var kjörin ritari. Kjartan Hjaltested og Leon hafsteinsson voru sjálfkjörnir fulltrúar deildanna í stjórn Skautafélagsins.
Undirritaður þakkar stjórnum deildanna fyrir samstarfið á liðnum árum og óskar nýjum formanni og nýrri stjórn velfarnaðar. Sjálfur ætla ég að einbeita mér að störfum fyrir stjórn ÍHÍ og þá aðalega landsliðsnefnd og þjálfa yngri flokka SR í íshokkí.
Helgi Páll Þórisson
Fráfarandi formaður Skautafélags Reykjavíkur