Aðalfundur Skautafélags Reykjavíkur

12/06/2016

Aðalfundur Skautafélags Reykjavíkur verður haldinn í félagsaðstöðunni í Skautahöllinni í Laugardal sunnudaginn 26. júní kl.15:00.  Félagmenn eru hvattir til að mæta.

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

  1. Kosinn fundarstjóri og fundarritari.
  2. Lesin upp fundargerð síðasta aðalfundar.
  3. Lögð fram skrifleg skýrsla aðalstjórnar og skýrslur deilda.
  4. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar aðalstjórnar ásamt endurskoðuðum reikningum einstakara deilda miðaðir við almanaksárið.
  5. Umræður um skýrslu og reikninga aðalstjórnar. Reikningar aðalstjórnar bornir upp til samþykktar.
  6. Kosningar.
    1. Kosning formanns til eins árs.
    2. Kosning gjaldkera og ritara til eins árs.
    3. Kosning tveggja varamanna í aðalstjórn.
    4. Kosning tveggja skoðunarmanna.
  7. Lagabreytingar.
  8. Önnur mál.

Sjá nánar í lögum félagsins hér.

Þeir sem hafa áhuga á bjóða sig fram til stjórnarsetu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við formann stjórnar, Helga Pál Þórisson, í netfangið helgipall@skautafelag.is og bjóða fram krafta sína.

Stjórn Skautafélags Reykjavíkur