Bjarki Reyr Jóhannesson hefur verið valinn íshokkímaður ársins 2021 af stjórn Íshokkísambands Íslands. Í tilkynningu ÍHÍ segir meðal annars: „Bjarki Reyr hefur leikið með Skautafélagi Reykjavíkur allan sinn feril og er þar fyrirliði í meistaraflokki karla. Bjarki hefur átt fjölda marka í vetur auk stoðsendinga. Hann er burðarásinn í öllum leikjum SR, tekur virkan þátt