Blog Archives

Julie Dunlop og Guillaume Kermen leiða starfið næsta vetur

12/04/2016

Það er vor í lofti en við erum þegar farin að huga að næsta vetri. Við erum ótrúlega spennt fyrir komandi tímabili enda höfum við gengið frá samningi við Julie Dunlop um að vera með okkur áfram auk þess sem skrifað hefur verið undir samning við Guillaume Kermen um að stýra starfinu ásamt Julie. Guillaume

Nánar…


SR-ingar á faraldsfæti

Það voru óvenjumargir SR-ingar sem áttu leið um Leifsstöð í gær enda bæða Synchro liðið okkar á leið til Ungverjalands að keppa sem og tveir skautarar á leið á Norðurlandamótið sem haldið er í Danmörku þessa dagana. Synchro liðið keppir á Budapest Cup  og mun keppa á laugardag. Þær munu sýna sinn dans á milli kl.

Nánar…


Reykjavíkurleikarnir í Skautahöllinni

Það er óhætt að segja að kátt hafi verið í Höllinni um helgina þegar Reykjavíkurleikarnir fóru þar fram. Þetta er í 8. sinn sem skautaíþróttin tekur þátt í leikunum og í annað sinn sem mótið er alþjóðlegt ISU mót. 25 erlendir keppendur tóku þátt að þessu sinni og veittu íslensku skauturunum verðuga samkeppni. Það var

Nánar…


Skautaskóli listhlaupadeildar hefst 10. janúar

29/12/2015

Skráning er hafin í skautaskólann en þó er ekki hægt að nýta frístundastyrkinn fyrr en eftir áramót. Skráning á unglinganámskeið er einnig hafin. Skráning fer fram hér


Jólasýning LSR, sunnudaginn 13. des. kl. 18:30

09/12/2015

Jólasýning LSR verður sunnudaginn 13. desember kl. 18:30. Á eftir jólasýningunni verður jólaball þar sem áhorfendum er boðið að koma á svellið og skauta með krökkunum. Það verður hægt að kaupa miða í veitingasölunni næstu daga eins og hér segir: Fimmtudag kl. 17-19:30 Föstudag kl. 17-18 Laugardag kl. 13-17 Sunnudag kl. 11-18:30 Miðaverð 1.500 kr.

Nánar…


Generalprufa fyrir jólasýningu Listhlaupadeildar 13. des.

09/12/2015

Hér er dagskrá fyrir sunnudagsmorgun en þá verður generalprufa fyrir jólasýninguna. 8:00-9:30 – Fyrsta rennsli/first run-through 9:30-10:00 – Lokaatriði með öllum/finale with all groups (except skating school) 10:00-10:15 – Heflun/Ice resurface 10:15-11:30 – Annað rennsli/second run-through – með kynnir/with anouncer 11:45-12:45 – Skating School Mæting/Show up time 7:45 – 6 eldri og Kristín 7:55 –

Nánar…



Julie Dunlop tekur við sem yfirþjálfari listhlaupadeildar

03/12/2015

Nú þegar John hefur kvatt Skautafélagið hefur Julie Dunlop tekið við sem yfirþjálfari listhlaupadeildar. Julie kemur frá Kananda og hefur starfað sem skautaþjálfari þar í um 30 ár. Hún hefur þjálfað í stærstu skautaklúbbum í Kanada og komið að þjálfun á öllum stigum allt frá skautaskóla og upp í elstu iðkendur. Hún nær vel til

Nánar…


Æfingar hjá listhlaupadeild falla niður í dag vegna veðurs

01/12/2015

Sú ákvörðun hefur verið tekin að fella allar æfingar niður í dag vegna veðurs og færðar. Við viljum ekki að fólk sé að flækjast út af óþörfu í þessu veðri og færð með börnin sín. Höfum bara kósý dag heima og fáum okkur kakó 😉


Íslandsmót ÍSS í Skautahöllinni

30/11/2015

Skautahöllin iðaði af lífi um helgina þegar æsispennandi Íslandsmót ÍSS 2015 fór þar fram. Okkar skautarar stóðu sig allar með mikilli prýði og langflestar bættu sig verulega. Kristín Valdís átti ágæta helgi og hafnaði í þriðja sæti með 93.32 stig í unglingaflokki A og Nanna Kristín hlaut silfurverðlaun í flokki 12 ára og yngri A

Nánar…