Íshokkí

Aðalfundur íshokkídeildar

Boðað er til aðalfundar Íshokkídeildar Skautafélags Reykjavíkur þriðjudaginn 29. apríl kl. 20:00 í sal Skautahallarinnar. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og kosning stjórnar. Framboð til stjórnar skulu berast í síðasta lagi laugardaginn 26. apríl til ritara stjórnar, Benediktu Kristjánsdóttur bgkristjansdottir@gmail.com Dagskrá aðalfundar íshokkídeildar skal vera samkvæmt lögum félagsins: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Fundargerð síðasta

Nánar…


Umfjöllun fjölmiðla um ótrúlegt kærumál Fjölnis gegn SR

Eftir yfirlýsingu SR á sunnudagskvöld fjölluðu allir helstu fjölmiðlar landsins um málið á mánudag. Málinu er hvergi nærri lokið enda mun SR ekki gefa eftir réttmætt sæti í úrslitum þegjandi og hljóðalaust. Fyrsta íþróttafrétt á RÚV mánudaginn 24. mars.   Umfjöllun Vísis með fyrirsögninni „Eins óheiðarlegt og óíþróttamannslegt og hugsast getur“.   Umfjöllun RÚV með

Nánar…


Yfirlýsing frá stjórn íshokkídeildar SR

Yfirlýsing frá stjórn íshokkídeildar SR v/ úrslitakeppni í Topp-deild karla 2025 Að kæra sig inn í úrslit vegna þess að þú komst ekki þangað á eigin verðleikum Um helgina féll dómur hjá Dómstól ÍSÍ vegna kæru Fjölnis á hendur SR vegna leiks þess við SA 22. febrúar s.l. SR sigraði þann leik 3-0. Fjölnir kærði

Nánar…


U20 í fimmta sæti í Belgrad

U20 drengjalandslið Íslands tók þátt í HM B riðli 2. deildar í Belgrad í Serbíu nú á dögunum. Þetta var mjög jöfn deild og öll lið að vinna leiki. Ísland endaði í 5. sæti, með jafnmörg stig (6 stig) og Ástralía, en andfætlingar okkar voru með innbyrðissigur og voru því sæti ofar. Ísland átti möguleika

Nánar…


U18 stúlknalandsliðið með silfur í Istanbúl

Við óskum U18 stúlknalandsliðinu til hamingju með silfrið í Istanbúl! Frábært mót hjá þeim þar sem þær ruddu úr vegi öllum hindrunum nema gestgjöfunum sjálfum sem voru studdar af fullri stúku áhorfenda. Spurning hvort Ísland verði ekki að hýsa mótið á næsta ári og fá sterkan heimavöll… Liðið skoraði 29 mörk á mótinu og fékk

Nánar…


Jóhann og Friðrika íshokkífólk SR 2024

Stjórn íshokkídeildar SR valdi Jóhann Björgvin Ragnarsson og Friðriku Rögnu Magnúsdóttur íshokkífólk SR árið 2024. Jóhann kom aftur heim í SR eftir tvö ár í Tékklandi fyrir síðasta tímabil og stimplaði sig rækilega inn í deildina og liðið með frábærri frammstöðu, var bæði efstur markvarða í deild og úrslitakeppni og átti stóran þátt í Íslandsmeistaratitli

Nánar…


Kári íshokkímaður ársins hjá ÍHÍ

Íshokkísamband Íslands hefur valið Kára Arnarsson íshokkímann ársins árið 2024. Í frétt á vef sambandsins segir: „Kári Arnarsson hefur verið valin Íshokkímaður ársins 2024 af stjórn Íshokkísambands Íslands. Kári aðeins 22 ára gamall tók við fyrirliðabandinu hjá Skautafélagi Reykjavíkur á síðasta tímabili. Hann átti stóran þátt í því að Skautafélag Reykjavíkur varði íslandsmeistaratitil sinn í

Nánar…


Kvennlandsliðið á Ólympíuforkeppni í Slóvakíu

Kvennalandslið Íslands hélt til Slóvakíu til þátttöku í 2. umferð forkeppni Ólympíuleikanna núna í desember. Andstæðingarnir voru ekki af verri endanum; gestgjafarnir frá Slóvakíu með ungstirninu Nelu Lopušanová innanborðs, Kazakstan með fyrrverandi SR-ingnum Maliku Aldabergenova og svo Slóvenar. SR átti 5 frábæra fulltrúa í liðinu. Andrea Dilja í markinu Friðrika Ragna og Gunnborg Petra í

Nánar…


Sögulegur sigur í Eistlandi hjá karlaliði SR

SR lagði CH Jaca með gullmarki í framlengdum leik Continental Cup í Narva í Eistlandi um helgina. Þetta var fyrsti sigur SR í Evrópukeppni félagsliða en liðið er að taka þátt í annað sinn. Liðið var 4-5 undir þegar lítið var eftir af leiknum er þjálfararnir tóku Jóhann markvörð út af og bættu við sóknarmanni. Það skilaði jöfnunarmarki þegar aðeins 3 sekúndur lifðu af

Nánar…


Fyrirliðaspjall | Karlalið SR í evrópukeppni í Eistlandi

Ríkjandi Íslandsmeistarar í SR eru mættir til leiks með mjög breyttan hóp frá því í vor er liðið lagði SA að velli í úrslitum og tryggði sér annan titilinn í röð. Hópurinn er ungur og efnilegur með reynslu í bland og er nú mættur til Narva í Eistlandi til þátttöku í Continental Cup. Við tókum

Nánar…