Blog Archives

U14 gerði góða ferð til Akureyrar!

Um nýliðna helgi fór U14 lið SR (4.flokkur) til Akureyrar að taka þátt í einu af Íslandsmótunum sem haldin eru fyrir þennan aldurshóp.  Að vanda var gist í Skjaldarvík þar sem SR-ingar hafa gert sig heimkomna þar nyrðra.  Lið SR var mjög ungt eða leikmenn á aldrinum 10 til 13 ára og var því við

Nánar…


Milos ráðinn yfirþjálfari barnastarfs íshokkídeildar SR

Miloslav Račanský, sem er íslenskum hokkíaðdáendum að góðu kunnur, hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka hjá Skautafélagi Reykjavíkur. Hann mun stýra uppbyggingu barnastarfs hjá félaginu ásamt þjálfun frá 1. ágúst næstkomandi. Milos, eins og hann er jafnan kallaður, er frá Vlasim í Tékklandi og kemur úr mikilli hokkífjölskyldu. Hann lærði að skauta þriggja ára en

Nánar…


Æfingar falla niður föstudag og sunnudag vegna móta

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að Reykjavík International Games verður haldið núna um næstkomandi helgi.  Ein af keppnisgreinum mótsins er listhlaup á skautum og verður sá hluti mótsins haldinn á okkar heimavelli, Skautahöllinni í Laugardal.  Einnig á sama tíma verða 5,6 og 7.flokkur íshokkídeildarinnar á Frost-mótinu á Akureyri.  Þetta þýðir að það verða

Nánar…


Ungir SR-ingar á Greifamóti

Um nýliðna helgi fór hópur af ungum SR-ingum, í 5., 6. og 7.flokki og foreldrar, til Akureyrar að taka þátt í árlegu Greifamóti Skautafélags Akureyrar. Mótið var hin besta skemmtun og ekki spillti gleðinni frábært veður á laugar og sunnudeginum. Einsog hefð er fyrir voru allir sigurvegarar á þessu móti og var mótinu slúttað með

Nánar…


Alexandra spilar fyrir Nitro Xpress í vetur

Alexandra Hafsteinsdóttir, leikmaður SR í 2. flokki og í Meistaraflokki kvenna, mun æfa og spila með Nitro Xpress, sem er lið Kimberley Academy, í Kanada í vetur.  Í sumar opnaðist sá möguleiki fyrir hana að fara út og reyna fyrir sér í U19 ára liði Xpress.  Eftir nokkrar tölvupóstsendingar og pappírsvinnu hélt Alexandra út til

Nánar…


Sameinað lið í Meistaraflokki kvenna!

Nú fyrir skemmstu var kynntur til sögunnar þjálarar sameinaðs liðs SR og Bjarnarins í Meistaraflokki kvenna, Alexander Medvedev og Andri Freyr Magnússon.   Sameining þessara liða hefur verið í umræðunni síðan í vor eftir að Hertz-deild kvenna með yfirburðarsigri norðan liðanna.  Kvennaíshokkí hefur átt undir högg að sækja í Reykjavík og er vonast til þess

Nánar…


Tímabilið er hafið – allir á ísinn!

Kæru SRingar og aðrir. Nú er tímabilið að hefjast og fyrstu æfingar, samkvæmt auglýstri æfingatöflu, byrjuðu í þessari viku.  Geymsla fyrir búnað Í ár munum við taka upp nýtt fyrirkomulag á geymsluplássi fyrir búnað iðkenda. Útbúin verður lokuð geymsla þar sem í boði verður að leigja pláss á kr. 8000 fyrir árið. Kassi fyrir búnaðinn er

Nánar…


Ný aðalstjórn kosin á dögunum

05/07/2017

Þann 7. júní 2017 var haldinn Aðalfundur Skautafélags Reykjavíkur.  Mæting var með ágætum og voru flestir stjórnarmeðlimir beggja deilda og fráfarandi aðalstjórnar mættir á fundinn.  Eggert Steinsen var kosinn fundarstjóri og Rakel Tanja var kosin fundarritari.  Dagskrá fundarins var nokkuð hefðbundin eða samkvæmt lögum félagsins.  Ragna Þóra Ragnarsdóttir, gjaldkeri, var fjarri góðu gamni þannig að

Nánar…


Síðasti heimaleikur meistaraflokks karla á tímabilinu!

Næstkomandi föstudagskvöld mun Meistaraflokkur Skautafélags Reykjavíkur spila sinn síðasta heimaleik á tímabilinu niður í Skautahöllinni í Laugardal. Mótherjar eru reynsluboltarnir í SA.  Fyrir þennan leik situr SR á botni deildarinnar með 10 stig eftir 22 leiki.  Stór hluti liðsins hét utan í morgun með U18 landsliði Íslands en leið þess liggur til Serbíu á mót

Nánar…


Uppfærð æfingatafla hjá íshokkídeild – UPPFÆRT

Nú á dögunum settist stjórn og þjálfarar íshokkídeildar niður og endurskoðuðu æfingatöflu deildarinnar fyrir veturinn.  Það var niðurstaða þess fundar að æskilegra væri að lengja hverja æfingu hjá unglingaflokkum og meistaraflokkum heldur en að fjölga þeim skiptum sem þessir flokkar eru að mæta til æfinga niður í Skautahöllina í Laugardal. Einnig kemur þetta af því

Nánar…