Blog Archives

Helgi Páll og Ævar Þór þjálfa meistaraflokk SR

Helgi Páll Þórisson var í dag kynntur til sögunnar sem nýr aðalþjálfari karlaliðs SR. Honum til aðstoðar verður Ævar Þór Björnsson. Í byrjun mánaðarins óskaði Milos eftir því að stíga til hliðar sem þjálfari karlaliðs SR og einbeita sér 100% að uppbyggingarstarfi í yngri flokkum félagsins. Honum fannst hann ekki geta sinnt báðum hlutverkum nægilega

Nánar…


Andlát: Ingibjörg Hermannsdóttir

20/07/2019

Þann 5 júlí sl. lést Ingibjörg Hermannsdóttir eftir stutt veikindi. Félagsmenn og leikmenn íshokkídeildar Skautafélags Reykjavíkur voru margir þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa þekkt Ingibjörgu.  Hún kom inn í félagið til að fylgjast með barnabarni sínu, Daníel Magnússyni, sem æfði upp alla yngri flokka SR ásamt því að spila með Meistaraflokki karla áður en hann

Nánar…


U14 gerði góða ferð til Akureyrar!

Um nýliðna helgi fór U14 lið SR (4.flokkur) til Akureyrar að taka þátt í einu af Íslandsmótunum sem haldin eru fyrir þennan aldurshóp.  Að vanda var gist í Skjaldarvík þar sem SR-ingar hafa gert sig heimkomna þar nyrðra.  Lið SR var mjög ungt eða leikmenn á aldrinum 10 til 13 ára og var því við

Nánar…


12 nýir leikmenn til liðs við meistaraflokka SR

Við bjóðum hjartanlega velkomna nýja (og gamla) SR-inga í félagið! Í meistaraflokki kvenna, Reykjavík (sameinaðs liðs SR og Bjarnarins) er nýr þjálfari frá Finnlandi, Jouni Sinikorpi. Nýir leikmenn hafa líka gengið til liðs við SR en það eru: Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir Sigrún Agatha Árnadóttir Í meistaraflokki karla tekur Daniel Kolar við þjálfun liðsins. Nýir leikmenn

Nánar…


Ný æfingatafla íshokkídeildar

27/08/2018

Æfingatafla vetrarins er er komin í loftið og eru æfingar samkvæmt henni nú þegar hafnar hjá íshokkídeild. Einnig er búið að opna fyrir skráningu iðkenda í flokka. Hér má sjá æfingagjöld og flokkaskiptingu vetrarins. Foreldrar eru vinsamlegast beðnir að sækja um aðgang að flokkasíðum þeirra barna á Facebook svo að þeir hafi aðgang að réttum

Nánar…


Íshokkískóli SR byrjar á sunnudaginn

Íshokkískóli SR fer af stað næsta sunnudag 2. september kl. 12.00. Af því tilefni býður SR íshokkí í kaffi, heitt kakó og kleinur. Eins og undanfarin ár sér Andri um Íshokkískóla SR en í vetur hefur honum borist góður liðsauki þar sem Gulla fyrrverandi yfirþjálfari hjá Birninum mun vera Andra innan handar. Allar upplýsingar um

Nánar…


SR-ingar flögguðu í dag!

Það er óhætt að segja að SR-ingar hafa tilefni til að gleðjast um þessar mundir enda er skautatímabilið að byrja af fullum krafti hjá báðum deildum félagsins og mikil stemmning er yfir félaginu enda margt jákvætt í gangi. Aðalstjórn ákvað á dögunum að splæsa í fána fyrir félagið svo að hægt væri að flagga þegar tilefni

Nánar…


Aðalfundur íshokkídeildar Skautafélags Reykjavíkur

15/05/2018

Boðað er hér með til Aðalfundar íshokkídeildar Skautafélags Reykjavíkur.  Á dagskrá eru venjulega aðalfundarstörf. Þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram til stjórnarstarfa vinsamlegast gefið ykkur fram eða hafið samband við núverandi stjórnarfólk. Hægt er að skoða lög félagsins hér á vefnum. Aðalfundur íshokkídeildarinnar verður haldinn í félagsaðstöðu Skautafélagsins í Skautahöllinni í Laugardal

Nánar…


Velkominn heim Daniel Kolar

Varnarjaxlinn góðkunni frá Tékklandi, Daniel Kolar, hefur verið ráðinn þjálfari meistarflokks karla hjá Skautafélagi Reykjavíkur. Daniel kom til Íslands árið 2007 og spilaði þá með SR. Árið 2012 söðlaði hann um yfir í Björninn og svo yfir í Esju árið 2015. Daniel hefur þrisvar sinnum hampað Íslandsmeistartitlinum, tvisvar með SR og einu sinni með Esju.

Nánar…


Pálmar heimsótti íshokkíkrakka SR

Pálmar Ragnarsson, fyrirlesari og körfuboltaþjálfari hjá Val, mætti um síðastliðna helgi upp í Skautahöll og fræddi börnin á léttan og skemmtilegan hátt um jákvæð samskipti innan liða og hvernig hægt er að mynda umhverfi þar sem öllum líður vel. Hann talaði einnig um mikilvægi þess að allir upplifi að þeir skipta máli, áhrifin sem við höfum

Nánar…